Ábendingar um málefni útlendinga ekki ítrekaðar

Skýrsla til Alþingis

08.02.2018

Ríkisendurskoðun ítrekar ekki sjö ábendingar til innanríkisráðuneytis (nú dómsmálaráðuneytis) og velferðarráðuneytis frá 2015 í nýrri eftirfylgniskýrslu um málefni útlendinga og innflytjenda.

Fjallað verður um álitamál er varða málefni útlendinga í væntanlegri skýrslu um starfsemi Útlendingastofnunar.

Frá því að Ríkisendurskoðun birti skýrslu sína: Málefni útlendinga og innflytjenda á Íslandi, árið 2015 hafa verið samþykkt ný lög um útlendinga og ályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Velferðarráðuneyti hefur unnið að framgangi áætlunarinnar en Ríkisendurskoðun hvetur ráðuneytið að vinna markvisst að markmiðum hennar.

Dómsmálaráðherra hefur sett reglugerð nr. 540/2017 um útlendinga en með henni var Útlendingastofnun falið að starfrækja móttökustöð fyrir hælisleitendur og lágmarksréttindi hælisleitenda skilgreind. Fjárlagagerð vegna málefna útlendinga hefur tekið jákvæðum breytingum frá árinu 2015 en tryggja þarf að áætlanir séu raunhæfar og að kostnaður verði í samræmi við fjárveitingar.

Í janúar samþykkti Alþingi beiðni tíu þingmanna um skýrslu frá Ríkisendurskoðun um starfsemi Útlendingastofnunar. Ríkisendurskoðun hefur orðið við beiðninni og stefnir að því að birta niðurstöður í opinberri skýrslu til Alþingis í september 2018.

Sjá nánar