Framhaldsúttekt Íslandspósts ohf. lokið

Skýrsla til Alþingis

08.10.2020

Ríkisendurskoðun lauk eftirfylgni- og framhaldsúttekt á fjárreiðum og rekstrarhorfum Íslandspósts ohf. í ágúst 2020. Upphaf málsins má rekja til þess að í janúar 2019 óskaði fjárlaganefnd Alþingis eftir að rekstur félagsins yrði tekinn til athugunar í kjölfar fjárframlags á fjárlögum. Þegar Ríkisendurskoðun lauk skýrslu sinni í júní 2019 var tilkynnt að fylgst yrði með rekstrinum til miðs árs 2020.

Niðurstaða framhaldsúttektar Ríkisendurskoðunar er að stjórn Íslandspóst ohf. og nýtt stjórnendateymi hafa unnið gott starf við að hagræða og endurskipuleggja í rekstri félagsins til að lækka rekstrarkostnað. Starfsfólki hefur fækkað og húsnæði minnkað án mikillar þjónustuskerðingar. Stöðugildum fækkaði um 24,8% á milli ára.

Ríkisendurskoðun vekur þó athygli á mikilvægt sé að stjórnvöld ákvarði sem fyrst fyrirkomulag alþjónustu, einkum þess fjárframlags sem alþjónustuveitanda ber úr ríkissjóði. Þrátt fyrir þann mikla ávinning sem leiðir af hagræðingaraðgerðum Íslandspósts ohf. verða framtíðarhorfur um rekstur og fjárhagsstöðu félagsins háðar óvissu þar til ákveðið verður með hvaða hætti alþjónustu verði fyrir komið.

Skýrslan og nánari upplýsingar

Mynd með frétt