Mun fylgjast með útboðum á nýjum þáttum Orra

Almennt

18.02.2016

Ríkisendurskoðun mun fylgjast með því hvernig staðið verður að væntanlegum útboðum á nýjum verk- og kerfisþáttum fjárhags- og mannauðskerfis ríkisins (Orra).

Árið 2013 benti Ríkisendurskoðun Fjársýslu ríkisins á að nýta þyrfti reynslu af uppfærslu fjárhags- og mannauðskerfis ríkisins (Orra) árið 2010 við næstu uppfærslu kerf­isins. Í nýrri eftirfylgniskýrslu stofnunarinnar kemur fram að Fjársýslan hafi komið til móts við þessa ábendingu.

Fram kemur að Ríkis­endur­skoðun mun engu að síður fylgjast með því hvernig staðið verður að væntanlegum útboðum á nýjum verk- og kerfisþáttum Orra. Einnig mun stofnunin huga að því hvort þær breytingar sem verða gerðar á kerf­inu uppfylli ákvæði laga nr. 123/2015 um opinber fjármál sem lúta m.a. að nýrri framsetn­ingu ríkis­fjármála og kröf­um um samstæðu­uppgjör.

Sjá nánar