Vel var staðið að uppfærslunni á Orra árið 2010

Skýrsla til Alþingis

11.04.2013

Vel var staðið að uppfærslu á fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Orra) árið 2010. Hún gekk þó ekki alveg áfallalaust fyrir sig. Ríkisendurskoðun hvetur Fjársýslu ríkisins til að draga lærdóm af því sem úrskeiðis fór.Árið 2001 samdi ríkið við Skýrr hf. (nú Advania hf.) um kaup á fjárhags- og mannauðskerfi fyrir ríkisreksturinn (Orra). Fjársýsla ríkisins hefur umsjón með rekstri þess. Árið 2009 samdi Fjársýslan við Skýrr um að uppfæra kerfið, m.a. til að bæta virkni þess, og var það gert í október 2010.

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að vel hafi verið staðið að undirbúningi og framkvæmd uppfærslunnar. Hún hafi þó ekki gengið alveg áfallalaust en með samstilltu átaki hlutaðeigandi aðila hafi tekist að leysa þau vandamál sem upp komu. Ríkisendurskoðun hvetur Fjársýslu ríkisins til að skoða vandlega það sem úrskeiðis fór við uppfærsluna til að koma megi í veg fyrir að það sama gerist þegar kerfið verður uppfært að nýju.

Samkvæmt samningi átti uppfærslan að kosta 138 milljónir króna auk virðisaukaskatts en raunin varð sú að ríkið greiddi 140 milljónir króna auk virðisaukaskatts.

Sjá nánar