Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Orri). Uppfærsla 2010

11.04.2013

Árið 2001 keypti íslenska ríkið fjárhags‐ og mannauðskerfi (Orra) af Skýrr hf. (nú Advania hf.). Innleiðing kerfisins fór að mestu fram á árunum 2001-2006. Í lok október 2012 gaf Ríkisendurskoðun út skýrsluna Orri – fjárhags‐ og mannauðskerfi ríkisins. Undirbúningur og innleiðing. Við  vinnslu hennar var ákveðið að gera sérstaka úttekt á heildaruppfærslu kerfisins sem fram fór á árinu 2010. Ríkisendurskoðun hóf vinnu við úttektina í desember 2012 og var markmið hennar að kanna hvernig staðið var að uppfærslu á Orra árið 2010.

Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Orri). Uppfærsla 2010 (pdf)

Mynd með færslu