Ekki vísbendingar um beingreiðslur umfram rétt

Skýrsla til Alþingis

06.12.2011

Ríkisendurskoðun telur ekki ástæðu til að ætla að sauðfjárbændur fái hærri beingreiðslur en þeir eiga rétt á samkvæmt lögum og reglum. Ríkið greiðir sauðfjárbændum, sem til þess eiga rétt, tiltekna fjárhæð á hvert svokallað „ærgildi“. Greiðslur þessar kallast „bein­greiðslur“.

Fyrr á þessu ári var Ríkisendurskoðun bent á að dæmi væru um að sauð­­fjár­bændur fengju hærri beingreiðslur en þeir ættu rétt á samkvæmt lögum og reglum. Athugun Ríkisendurskoðunar, sem fjallað er um í nýrri skýrslu, bendir ekki til þess að ábendingin eigi við rök að styðjast.

Sjá nánar