Eftirfylgni með skýrslu um Vinnumálastofnun

Skýrsla til Alþingis

13.05.2011

Af samtals tíu ábendingum í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Vinnumálastofnun frá 2008 hafa einungis tvær komið til framkvæmda. Árið 2008 birti Ríkisendurskoðun skýrslu um Vinnumálastofnun sem geymdi tíu ábendingar um breytingar á skipulagi og starfsháttum stofnunarinnar og stjórnsýslu vinnumarkaðsmála. Nú þremur árum síðar hefur einungis tveimur þessara ábendinga verið fylgt. Í nýrri skýrslu ítrekar Ríkisendurskoðun þær átta sem út af standa. Fimm eru ítrekaðar í óbreyttri mynd en þrjár með breyttu sniði, þar af er einni ábendingu sem upphaflega var beint til Vinnumálstofnunar nú beint til velferðarráðuneytisins. Lagt er til að:

  • Mótuð verði stefna um fyrirkomulag starfsendurhæfingar.
  • Stofnanaskipan velferðarmála verði endurskoðuð.
  • Stjórnskipulag Vinnumálastofnunar verði endurskoðað.
  • Kostir og gallar þess að stofna fagráð vinnumála verði metnir.
  • Stjórnir sjóða sem Vinnumálastofnun hefur umsjón með verði lagðir niður.
  • Greiðslukerfi ríkisins vegna almannatrygginga verði sameinuð.
  • Gerður verði árangursstjórnunarsamningur við Vinnumálastofnun.

Fram kemur að meginskýring þess hve fáar ábendingar hafa komið til framkvæmda sé sú að frumvarp um svonefnda Vinnumarkaðsstofnun, sem lagt var fram á Alþingi vorið 2010, hafi ekki hlotið afgreiðslu.

Sjá nánar