Endurnýja þarf þjónustusamning við Heimilislæknaþjónustuna

Skýrsla til Alþingis

30.03.2011

Í nýrri ábendingu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þjónustusamningur heilbrigðis-yfirvalda við Heimilislæknaþjónustuna ehf., sem starfrækir Heilsugæsluna Lágmúla, sé löngu útrunninn. Stofnunin hvetur yfirvöld til að hraða gerð nýs samnings hyggist þau halda áfram að kaupa þjónustu af fyrirtækinu. Þó verði fyrst að gera upp fjárskuldbindingar þess vegna eldri samnings.Fram kemur að í samningnum sé ákvæði um að helmingur rekstrarafgangs Heilsugæslunnar Lágmúla skuli lagður í sérstakan varasjóð til að mæta hugsanlegum rekstrarhalla og greiðslum vegna uppgjörs milli samningsaðila.

Heimilislæknaþjónustan hafi hins vegar ekki fylgt þessu ákvæði og gagnrýnir Ríkisendurskoðun fyrirtækið fyrir það sem og heilbrigðisyfirvöld fyrir að fylgjast ekki betur með því að ákvæðið væri virt. Fram kemur að fyrirtækið hyggist bæta úr þessu fyrir sitt leyti.

Sjá nánar