Athugasemdir gerðar við undirbúning sameiningar

Skýrsla til Alþingis

15.10.2010

Skýr markmið voru með sameiningu Keflavíkurflugvallar ohf. og Flugstoða ohf. og verkstjórn í ferlinu var með eðlilegum hætti. Ríkisendurskoðun telur þó að undirbúningi hafi að nokkru leyti verið áfátt.Fyrr á þessu ári sameinuðust opinberu hlutafélögin Keflavíkurflugvöllur ohf. og Flugstoðir ohf. í félaginu Isavia ohf. Þar með færðust opinber flugvallarekstur og flugleiðsaga á hendur eins aðila. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ákvörðun um sameiningu hafi verið tekin að vel athuguðu máli og markmið hennar hafi verið skýr. Þá hafi verkstjórn í ferlinu og upplýsingamiðlun til starfsmanna verið með eðlilegum hætti.

Engu að síður telur Ríkisendurskoðun að undirbúningi sameiningarinnar hafi verið áfátt í nokkrum atriðum. Fjárhagsleg áhrif hennar voru ekki metin fyrirfram á heildstæðan hátt né heldur kostnaður af henni. Þá var ekki gengið frá langtímaáætlun fyrir Isavia áður en félagið tók til starfa vegna óvissu í rekstrarumhverfi þess.

Athugun Ríkisendurskoðunar laut eingöngu að vinnubrögðum við undirbúning sameiningarinnar en ekki að mögulegum árangri hennar. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að stjórn Isavia telur að sameiningin hafi tekist vel og skilað góðum árangri.

Sjá nánar