Skýrsla um stofnefnahag Keflavíkurflugvallar ohf.

Skýrsla til Alþingis

06.05.2009

Ríkisendurskoðun hefur metið eignir og skuldir opinbers hlutafélags sem stofnað var á síðasta ári um rekstur Keflavíkurflugvallar.

Í lok júní 2008 voru Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli sameinuð í nýju opinberu hlutafélagi, Keflavíkurflugvelli ohf. Félagið yfirtók eignir og skuldir áðurnefndra fyrirtækja auk þess sem ríkið lagði því til aðrar eignir og réttindi. Samkvæmt lögum um stofnun félagsins skal ríkisendurskoðandi staðfesta mat á eignum þess og skuldum og árita stofnefnahagsreikning.

Niðurstaða mats Ríkisendurskoðunar er sú að heildareignir Keflavíkurflugvallar ohf. nemi um 28,9 ma.kr. og heildarskuldir um 22,5 ma.kr. Eigið fé samkvæmt stofnefnahagsreikningi nemur því um 6,4 ma.kr.

Í skýrslunni er einnig fjallað um rekstraráætlun félagsins til næstu 10 ára. Að mati Ríkisendurskoðunar er ljóst að núverandi tekjur af rekstri munu ekki nægja til að standa undir fjárfestingum vegna nýframkvæmda og viðhalds sem ráðast þarf í á tímabilinu.

Sjá nánar