Breyting ríkisaðila í hlutafélag

Skýrsla til Alþingis

28.09.2006

Með leiðbeiningum sínum „Breyting ríkisaðila í hlutafélag. Lagaákvæði og reikningsskilareglur við gerð sérfræðiskýrslu skv. 6. gr. hlutafélagalaga“ vill Ríkisendurskoðun leggja sitt af mörkum við að tryggja að mat á eignum og skuldum ríkisaðila sem breytt er í hlutafélög og Ríkisendurskoðun er falið að gera sérfræðiskýrslu um sé unnið með skipulegum og samræmdum hætti.

Leiðbeiningar þessar taka einkum til breytingar ríkisaðila í hlutafélag sem ætlunin er að verði áfram í eigu ríkisins. Þær taka hins vegar ekki til þess hvernig standa skuli að undirbúningi að sölu slíkra fyrirtækja til einkaaðila.

Í leiðbeiningunum er greint frá lagareglum sem gilda um stofnun hlutafélaga sem og reikningshaldslegum atriðum sem reynir á við mat eigna og skulda.

Sjá nánar