Svar við athugasemdum fjármálaráðuneytis vegna skýrslu

Almennt

21.07.2004

Fjármálaráðuneytið hefur gert nokkrar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga árið 2003, en skýrslan kom út í lok júní 2004. Athugasemdir ráðuneytisins koma m.a. fram í bréfi þess til stofnunarinnar þann 15. júlí sl. Eftir útkomu skýrslunnar hefur nokkur umræða orðið í fjölmiðlum um efni hennar. Hefur fjármálaráðherra komist svo að orði við fjölmiðla að meðferð talna í skýrslunni sé ónákvæm, auk þess sem ýmislegt í framsetningu hennar sé villandi og óheppilegt. Af þessu tilefni telur Ríkisendurskoðun ástæðu til að fjalla nokkuð um athugasemdir ráðherra og ráðuneytisins.

Sjá nánar