Skýrsla um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka birt

Skýrsla til Alþingis

14.11.2022

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 hefur nú verið birt á vef embættisins. Áður stóð til að skýrslan yrði gerð opinber eftir fund Ríkisendurskoðunar með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis síðar í dag. Ákvörðun um að flýta birtingu hennar var tekin eftir að ítarleg umfjöllun fjölmiðla um efni hennar hófst í gær.

Fulltrúar Ríkisendurskoðunar munu eftir sem áður kynna niðurstöður úttektarinnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kl. 16:00 í dag.

Sjá nánar: Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022

Mynd með frétt