Starfsmenntun á framhaldsskólastigi: Skipulag og stjórnsýsla

05.04.2017

Þrátt fyrir áralöng fyrirheit um að efla starfsnám á framhaldsskólastigi hafa aðgerðir stjórnvalda ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að þegar lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla voru samþykkt. Með þeim átti m.a. að efla verknám og ná fram sterkara samstarfi skóla, vinnustaða og atvinnulífsins í heild. Lögin áttu að verða starfsréttindanámi til framdráttar og opna skólum leið til að efla starfsnám og nám tengt þjónustugreinum. Það hefur ekki gengið eftir.

Starfsmenntun á framhaldsskólastigi: Skipulag og stjórnsýsla (pdf)

Mynd með færslu