Eftirlit Fiskistofu - eftirfylgniskýrsla

05.06.2023

Með bréfi dagsettu 8. mars 2018 fór Alþingi þess á leit við ríkisendurskoðanda að hann gerði úttekt á eftirliti Fiskistofu með vigtun sjávarafla og brottkasti árin 2013‒2017 og hvort stofnunin sinnti lögbundnu hlutverki sínu. Ríkisendurskoðun lagði í skýrslu sinni fram 11 tillögur til úrbóta í fjórum liðum. Skýrslan var send stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í desember 2018 og birt í janúar 2019. Skýrslan var einnig rædd í atvinnuveganefnd Alþingis. Í samræmi við viðurkennda staðla um endurskoðun hjá opinberum aðilum, sbr. 9. gr. laga nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, tilkynnti Ríkisendurskoðun Fiskistofu og matvælaráðuneyti með bréfi í ágúst 2022 að stofnunin hygðist fylgja eftir úrbótatillögum sínum frá 2018.

Eftirlit Fiskistofu - eftirfylgniskýrsla (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Eftirlit með framkvæmd laga
Tillaga 2018 Staðan 2023 Niðurstaða
Styrkja þarf eftirlit með framkvæmd laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og laga nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar Ekki verður séð að eftirlit ráðuneytisins með framkvæmd laganna hafi styrkst eða tekið markverðum breytingum þó svo unnið hafi verið að úrbótum á lagaramma og stefnumörkun Ríkisendurskoðun ítrekar fyrirliggjandi úrbótatillögu
Tryggja þarf nauðsynleg úrræði og aðföng svo unnt sé að sinna eftirliti með markvissum og árangursríkum hætti. Þrátt fyrir þær úrbætur sem gerðar hafa verið á lögbundnum úrræðum Fiskistofu eru enn takmarkanir fyrir hendi sem koma í veg fyrir markvisst og árangursríkt eftirlit Ríkisendurskoðun ítrekar fyrirliggjandi úrbótatillögu
Eftirlit með vigtun
Tillaga 2018 Staðan 2023 Niðurstaða
Setja þarf fram skýrar kröfur um aðstöðu til vigtunar sjávarafla í löndunarhöf num og eftirlit hafnaryfirvalda með vigtun svo bæta megi eftirlit með nýtingu auðlindarinnar. Kanna þarf hvort færa eigi vigtun á hafnarvog undir forræði Fiskistofu. Matvælaráðherra hefur ekki sett reglu gerð um kröfur um aðstöðu til vigtunar á höfnum landsins og eftirlit þeirra. Engin vinna hefur farið fram við að kanna hvort færa eigi vigtun á hafnarvog undir forræði Fiskistofu Ríkisendurskoðun ítrekar fyrirliggjandi úrbótatillögu
Fylgja þarf eftir samstarfsyfirlýsingu Fiskistofu við Hafnasamband Íslands svo efla megi eftirlit með vigtun á hafnarvog. Mikilvægt er að unnið verði áfram að þeim nauðsynlegu úrbótum sem nefndar eru í yfirlýsingunni svo fækka megi þeim áhættuþáttum sem eru til staðar við vigtun á hafnarvog Ekki hefur verið unnið kerfisbundið að því að auka samstarfið en nokkur skriður komst á það á fundi aðilanna tveggja í apríl 2023 Ríkisendurskoðun ítrekar fyrirliggjandi úrbótatillögu
Forsendur og fyrirkomulag endurvigtunar þarf að endurskoða frá grunni svo bæta megi eftirlit með vigtunarleyfishöfum. Tryggja þarf að hægt verði að sinna skilvirku og árangursríku eftirliti með heimavigtun. Forsendur og fyrirkomulag endurvigtunar hafa ekki verið endurskoðuð frá grunni en eftirlit og reglur um vigtunarbúnað við heimavigtun hafa verið hert ar auk þess sem bann hefur verið sett  á vigtun á pökkuðum afurðum Ríkisendurskoðun ítrekar fyrirliggjandi úrbótatillögu að hluta og bendir enn á nauðsyn þess að endurskoða forsendur og 
framkvæmd endurvigtunar frá grunni.
Fjölga þarf yfirstöðum eftirlitsmanna hjá vigtunarleyfishöfum. Nýta þarf til hins ítrasta heimild Fiskistofu til að fylgjast með allri vigtun leyfishafa í allt að sex vikur, komi í ljós að veruleg frávik séu í íshlutfalli. Yfirstöðum eftirlitsmanna við endurvigtun fækkaði árin 2021 og 2022 miðað við árin á undan. Hins vegar fjölgaði yfirstöðum við heimavigtun Ríkisendurskoðun ítrekar fyrirliggjandi úrbótatillögu að hluta og bendir á að yfirstöðum eftirlitsmanna við endurvigtun fækkað i árin 2021 og 2022
Eftirlit með brottkasti
Tillaga 2018 Staðan 2023 Niðurstaða
Kanna þarf hvort og þá hvernig hægt er að auka samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslu Íslands við eftirlit með brottkasti. Unnið hefur verið að auknu samstarfi stofnanna, m.a. hvað snýr að notkun fjarstýrðra loftfara Ríkisendurskoðun ítrekar ekki fyrirliggjandi úrbótatillögu
Auka þarf viðveru eftirlitsmanna um borð í fiskiskipum en einnig horfa til tækninýjunga við eftirlit sem gætu sparað bæði tíma og fjármagn Viðvera um borð í skipum og bátum hefur dregist saman og telur Fiskistofa að hún geti ekki aukið hana miðað við núverandi mannafla stofnunarinnar. Gagnsemi fjarstýrðra loftfara við eftirlit með brottkasti hefur sannað sig. Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að eftirlitið nái til stærri skipa til jafns við smábáta og hvetur Fiskistofu til að halda áfram á þeirri braut að nýta tækninýjungar og greiningu rauntímagagna við eftirlitið. Ríkisendurskoðun ítrekar fyrirliggjandi úrbótatillögu að hluta. Nauðsynlegt er að viðvera eftirlitsmanna um  borð dragist ekki um of saman en jákvætt er að aukin  áhersla hafi verið sett á hagnýtingu tækninýjunga og gagnagreininga.
Eftirlit með samþjöppun aflaheimilda    
Endurskoða þarf ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða svo þau þjóni  tilgangi sínum. Tryggja verður að ákvæði um hvenær tveir eða fleiri aðilar skuli teljast tengdir við  framkvæmd þeirra séu skýr. Ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 116/2006 hafa ekki verið endurskoðuð . Af þeim sökum hefur ekki verið tryggt að ákvæði um hvenær tveir eða fleiri aðilar skuli teljast tengdir við framkvæmd þeirra séu skýr Ríkisendurskoðun ítrekar fyrirliggjandi úrbótatillögu
Meta þarf yfirráð tengdra aðila yfir aflaheimildum með reglubundnum og markvissum hætti út frá  ákvæðum 13. gr. laga um stjórn fiskveiða Fiskistofa metur ekki yfirráð tengdra aðila yfir aflaheimildum með reglubundnum og markvissum hætti Stofnunina skortir greinar góða yfirsýn um bein og óbein tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi. Ríkisendurskoðun ítrekar fyrirliggjandi úrbótatillögu
Endurskoða þarf hvernig staðið er að eftirliti með  eignarhaldi útgerðarfyrirtækja og tengslum milli  aðila í sjávarútvegi. Koma þarf upp markvissu eftirliti með eignarhaldi útgerðarfélaga svo að Fiskistofa búi á hverjum tíma yfir nýjustu upplýsingum um bein og óbein tengsl milli aðila í sjávarútvegi. Engin heildarendurskoðun hefur farið fram á því hvernig staðið er að eftirliti með eignarhaldi útgerðarfyrirtækja og tengslum milli aðila í sjávarútvegi. Samkeppniseftirlitið vinnur að gerð gagnagrunns um slík tengsl Þ egar þetta er ritað er hvorki ljóst  hvenær því verki verði lokið né hve rsu vel slíkur gagnagrunnur mun i nýtast Fiskistofu við eftirlit með samþjöppun aflaheimilda Ríkisendurskoðun ítrekar fyrirliggjandi  úrbótatillögu og áréttar mikilvægi þess  að lög og reglur um tengda aðila séu skýr og eftirlit með þeim skilvirkt.