Sérstakur saksóknari

28.11.2016

Erfitt er að meta árangur embættis sérstaks saksóknara þegar litið er til málsmeðferð-ar, nýtingar fjármuna og skilvirkni á starfstíma þess árin 2009–15. Fyrir því eru ýmsar ástæður, m.a. sú að hvorki er kveðið á um árangursviðmið í lögum um meðferð sakamála né lögreglulögum. Þá voru ekki sett sérstök árangursmarkmið eða mælanleg viðmið fyrir embætti sérstaks saksóknara þegar það hóf starfsemi sína. Loks er ógerlegt að meta hve mörgum vinnustundum embættið varði í einstök mál og kostnaðinn sem féll til vegna þeirra þar sem tímaskráning þess var ófullnægjandi. Að mati Ríkisendurskoðunar væri æskilegt að þróa árangursviðmið fyrir stofnanir réttarvörslukerfisins. Gæta þarf þó að því að slík viðmið ógni ekki sjálfstæði stofnananna eða hafi óæskileg áhrif á málsmeðferð þeirra og ákvarðanir.

Sérstakur saksóknari (pdf)

Mynd með færslu