Flutningur ríkisstarfsemi

27.06.2016

Ríkisendurskoðun skoðaði fimm ólík dæmi um flutning ríkisstarfsemi milli landshluta frá árunum 1999‒2007 til að meta hvaða þættir hafa haft ráðandi áhrif á árangur slíkra breytinga. Um var að ræða starfsemi eða verkefni tengd eftirtöldum aðilum: Landmælingum Íslands, Jafnréttisstofu, Byggðastofnun, Matvælastofnun (áður Landbúnaðarstofnun) og Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar. Loks var horft til hvernig staðið hefur verið að flutningi höfuðstöðva Fiskistofu sem stendur enn yfir. Sérstaka athygli vekur með hve ólíkum hætti var staðið að ákvarðanatöku, undirbúningi og framkvæmd þessara flutninga.

Flutningur ríkisstarfsemi (pdf)

Mynd með færslu