Eftirfylgni: Þjóðskrá Íslands

29.04.2016

Ríkisendurskoðun ítrekar tvær af sjö ábendingum sínum úr skýrslunni Þjóðskrá Íslands (september 2013). Innanríkisráðuneyti er hvatt til að endurskoða lög sem varða Þjóðskrá Íslands enda eru þau bæði gömul og úrelt og taka ekki mið af samfélags- og tæknibreytingum undanfarinna áratuga. Eins er ráðuneytið hvatt til að taka fjármögnun stofnunarinnar til endurskoðunar. Í því sambandi beri að skoða hvort stofnunin eigi að öllu leyti að starfa samkvæmt gjaldskrá, hvort ríkissjóður eigi að fjármagna reksturinn eða hvort blanda eigi þessum leiðum saman eins og nú er gert.

Eftirfylgni: Þjóðskrá Íslands (pdf)

Mynd með færslu