Meðhöndlun heimilisúrgangs

08.03.2016

Í mars 2015 hóf Ríkisendurskoðun forkönnun á meðhöndlun úrgangs samkvæmt starfsáætlun stjórnsýslusviðs fyrir árin 2013–15. Eftir að hafa rætt við starfsfólk umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Umhverfisstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um lagaumhverfi málaflokksins, vandamál honum viðkomandi, áskoranir og tækifæri ákvað Ríkisendurskoðun að afmarka aðalúttekt sína við meðhöndlun heimilisúrgangs. Markmiðið var að kanna hvort verkaskipting ríkis og sveitarfélaga væri nægjanlega skýr og hvernig ákvæðum laga, reglugerða og stefna væri framfylgt.

Meðhöndlun heimilisúrgangs (pdf)

Mynd með færslu