Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands

05.12.2014

Úttekt Ríkisendurskoðunar á innleiðingu „Siðareglna fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands“ og virkni þeirra í starfsemi ráðuneytanna leiddi í ljós að langflestir starfsmenn Stjórnarráðsins telja reglurnar mikilvægan þátt í störfum sínum og hlutfallslega fáir telja þörf á að breyta þeim. Stór hluti starfsfólks telur sig þó ekki þekkja reglurnar vel og einnig kom fram að lítil áhersla hefur verið lögð á að fylgja þeim eftir með skipulegri fræðslu og eftirfylgni og tryggja þar með að þær komi að tilætluðum notum. Þetta var þó breytilegt eftir ráðuneytum.

Einnig kom fram að reglurnar voru kynntar allvel í aðdraganda og við setningu þeirra en eftir það hefur fræðsla um þær einkum verið bundin nýliðanámskeiðum Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins og almennri kynningu fyrir nýja starfsmenn í upphafi starfs. Þá kom í ljós að óvissa ríkir um hvort reglurnar hafi stuðlað að því að efla fagleg vinnubrögð innan Stjórnarráðsins.

Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands (pdf)

Mynd með færslu