Eftirfylgni: Mannauðsmál ríkisins - 1. Starfslok ríkisstarfsmanna

04.12.2014

Í skýrslunni árið 2011 var m.a. gerð grein fyrir niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal forstöðumanna ríkisstofnana sem Ríkisendurskoðun gerði í júní 2010 en þar var leitað eftir viðhorfum þeirra til ákvæða starfsmannalaga um áminningar og uppsagnir ríkis-starfsmanna. Dagana 25. september til 7. október 2014 gerði Ríkisendurskoðun sams konar viðhorfskönnun. Þar komu fyrir sömu spurningar og í könnuninni árið 2010, auk þriggja nýrra spurninga. Gerð er grein fyrir niðurstöðum hennar og samanburði við árið 2010 í kafla 3. Ríkisendurskoðun fékk afhentan lista yfir netföng þátttakenda hjá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana bæði árin 2010 og 2014.

Eftirfylgni: Mannauðsmál ríkisins - 1. Starfslok ríkisstarfsmanna (pdf)

Mynd með færslu