Eftirfylgni: Sjúkrahúsið á Akureyri

15.04.2014

Í skýrslunni Sjúkrahúsið á Akureyri (júní 2011) fjallaði Ríkisendurskoðun um skipulag, stefnumótun og stjórnun Sjúkrahússins á Akureyri. Einkum var leitast við að meta hvort þessir þrír þættir stuðluðu að því að sjúkrahúsið sinnti verkefnum sínum með árangursríkum hætti. Alls setti Ríkisendurskoðun fram níu ábendingar í skýrslu sinni árið 2011, þrjár til velferðarráðuneytis, fimm til Sjúkrahússins á Akureyri og eina til Embættis landlæknis.

Í ljósi þess hvernig brugðist hefur verið við lýkur Ríkisendurskoðun hér með að sinni afskiptum sínum af þeim málum sem fjallað var um í skýrslunni Sjúkrahúsið á Akureyri (2011).

Eftirfylgni: Sjúkrahúsið á Akureyri (pdf)

Mynd með færslu