Lækningaminjasafn Íslands

10.04.2014

Í nóvember 2013 hóf Ríkisendurskoðun frumkvæðisúttekt á Lækningaminjasafni Íslands. Ástæðan var sú ákvörðun Seltjarnarnesbæjar að leggja safnið niður í árslok 2012 þar sem ekki náðist samkomulag um að endurskoða samning bæjarins, menntamálaráðuneytis (nú mennta- og menningarmálaráðuneyti), Læknafélags Íslands, Læknafélags Reykjavíkur og Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 2007 um stofnkostnað, byggingu og rekstur húsnæðis fyrir Lækningaminjasafn Íslands og menningartengda starfsemi. Sá samningur var tímabundinn og gilti til 31. desember 2012.

Að forkönnun lokinni var ákveðið að ráðast í aðalúttekt og birta niðurstöður hennar í opinberri skýrslu til Alþingis.

Lækningaminjasafn Íslands (pdf)

Mynd með færslu