Rekstur og stjórnskipulag Vatnajökulsþjóðgarðs

20.08.2013

Í maí 2013 hóf Ríkisendurskoðun forkönnun á Vatnajökulsþjóðgarði, sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneyti, til að leggja mat á hvort gera ætti formlega úttekt. Einkum var litið til reksturs þjóðgarðsins, vinnu við endurskoðun á stjórnskipulagi hans og afdrifa tillagna í óbirtri skýrslu frá árinu 2011 um sameiningu stofnana sem annast þjóðgarða og friðlýst svæði.

Þar sem þessi málefni eru í mikilli gerjun var niðurstaða forkönnunar að hefja ekki úttekt að sinni heldur fylgjast með framvindu mála næstu 2-3 árin.

Rekstur og stjórnskipulag Vatnajökulsþjóðgarðs (pdf)

Mynd með færslu