Bílanefnd ríkisins

19.11.2012

Í maí 2012 ákvað Ríkisendurskoðun að gera forkönnun á verkefnum bílanefndar og hvernig þeim væri sinnt. Ríkisstofnanir þurfa að fá samþykki bílanefndar fyrir kaupum og rekstrarleigu á bifreiðum og að því fengnu eiga þær að leita til Ríkiskaupa sem skal annast kaupin eða leiguna fyrir þeirra hönd. Bílanefnd samþykkir einnig aksturssamninga ríkisstofnana við starfsmenn sína sem ráðuneytið staðfestir síðan. Þá skal nefndin framfylgja reglum um merkingar ríkisbifreiða og reglum um innkaup og endurnýjun á bifreiðum í eigu ríkisins sem ráðherrar hafa til afnota.

Bílanefnd ríkisins (pdf)

Mynd með færslu