Orri - fjárhag- og mannauðskerfi ríkisins. Undirbúningur og innleiðing

30.10.2012

Með bréfi dagsettu 6. apríl 2004 óskaði forseti Alþingis eftir því að Ríkisendurskoðun gerði „úttekt á hvernig staðið var að undirbúningi og framkvæmd við að koma á nýju hugbúnaðarkerfi (ORACLE) hjá ríkinu, bæði fjárhagslega og faglega“ en þingflokkur Samfylkingar hafði sent forsætisnefnd Alþingis beiðni þessa efnis þann 31. mars 2004.

Ríkisendurskoðun ákvað að verða við beiðninni en verulegur dráttur hefur orðið á að ljúka úttektinni og ganga frá skýrslu, eins og rakið hefur verið í fjölmiðlum í september og október 2012.

Orri - fjárhag- og mannauðskerfi ríkisins. Undirbúningur og innleiðing (pdf)

Mynd með færslu