Mannauðsmál ríkisins – 2. Stefna stjórnvalda og staða mannauðsmála

29.09.2011

Ríkisendurskoðun ákvað í upphafi árs 2010 að gera stjórnsýsluúttektir á nokkrum þáttum mannauðsmála ríkisins. Fyrsta skýrslan um þetta efni kom út í janúar 2011 og fjallaði um reglur sem gilda um starfslok ríkisstarfsmanna. Þessi skýrsla er önnur í röðinni og fjallar um stefnu stjórnvalda og stöðu mannauðsmála ríkisins. Í henni er m.a. leitað svara við þeirri spurningu hvort stjórnvöld eigi að stýra mannauðsmálum sínum með öðrum hætti en hingað til.

Mannauðsmál ríkisins – 2. Stefna stjórnvalda og staða mannauðsmála (pdf)

Mynd með færslu