Sorpbrennslur með undanþágu frá tilskipun ESB

11.05.2011

Veturinn 2010 spannst nokkur umræða í þjóðfélaginu um díoxínmengun frá fjórum sorpbrennslustöðvum. Upphaf málsins má rekja til þess að Mjólkursamsalan lét gera mælingu á díoxíninnihaldi mjólkur frá bænum Efri-Engidal í Skutulsfirði vegna gruns um mengun frá sorpbrennslustöðinni Funa sem staðsett er í nágrenni hans. Mjólkin reyndist menguð og í framhaldinu birti Fréttablaðið ítarlegar fréttaskýringar af málinu. Þar kom m.a. fram að díoxínmælingar hefðu verið gerðar í þremur sorpbrennslum árið 2007 og hefði díoxín verið langt yfir viðmiðunarmörkum Evrópusambandsins. Þessar stöðvar eru á Ísafirði, Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum. Frá árinu 2003 höfðu þær allar, ásamt sorpbrennslu á Svínafelli í Öræfum, starfað á grundvelli aðlögunar að tilskipun ESB um brennslu úrgangs.

Sorpbrennslur með undanþágu frá tilskipun ESB (pdf)

Mynd með færslu