Þjónustusamningar Barnaverndarstofu og lok þeirra.

24.02.2011

Í lok nóvember 2010 spannst talsverð fjölmiðlaumræða af ákvörðun fjármálaráðuneytis, félags- og tryggingamálaráðuneytis og Barnaverndarstofu fyrir hönd ríkisins að greiða meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal 30 m.kr. bætur vegna lokunar þess þá um sumarið. Fram í dagsljósið voru dregin tölvubréf og önnur gögn sem m.a. kristölluðu samskipti Barnaverndarstofu við ráðuneytin tvö og ágreining þeirra um hvernig standa skyldi að starfslokum meðferðarheimilisins. Barnaverndarstofa taldi að ríkinu bæri ekki skylda til að greiða því neitt umfram samningsbundin framlög á uppsagnartíma og að sérstakar bætur gætu haft slæmt fordæmisgildi. Fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra töldu á hinn bóginn að eðlilega hefði verið staðið að uppgjöri við Árbót. Þar hefði bæði verið gætt sanngirni og lögfræðilegra sjónarmiða.

Þjónustusamningar Barnaverndarstofu og lok þeirra. Skýrsla til Alþingis (pdf)

Mynd með færslu