Skipulag og úrræði í fangelsismálum

29.03.2010

Í starfsáætlun stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar fyrir tímabilið 2007−2009 er réttar‐ vörslukerfið tilgreint sem einn þeirra málaflokka sem úttektir stofnunarinnar skuli beinast að. Kerfið skiptist í lögreglu, ákæruvald, dómstóla og fullnustu refsinga. Stjórnvöld hafa gripið til aðgerða síðustu ár til þess að styrkja starfsemi lögreglu, ákæruvalds og dómstóla, m.a. með stofnun greiningardeildar lögreglu árið 2006, breytingum á skipulagi lögreglu árið 2007 og skipan embættis sérstaks saksóknara árið 2008. Málafjöldi dómstóla var nokkuð stöðugur frá 2005 til 2008 en málsmeðferðar‐ tími styttist jafnt og þétt. Í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 jókst álag á dómskerfið umtalsvert og við því hefur verið brugðist með fjölgun héraðsdómara um fimm. Stjórnvöld hafa hins vegar lagt minni áherslu á síðustu stoð réttarvörslukerfisins, þ.e. fullnustu refsinga, og er nú svo komið að staða málaflokksins er mjög alvarleg. Með vísan til framangreinds ákvað Ríkisendurskoðun í júlí 2009 að gera úttekt á skipulagi og úrræðum í fangelsismálum með sérstakri áherslu á starfsemi Fangelsismálastofnunar sem annast fullnustu refsinga. 

Skipulag og úrræði í fangelsismálum (pdf)

Mynd með færslu