Opinber innkaup. Áfangaskýrsla 1. Innkaupastefna ráðuneyta

10.02.2010

Í starfsáætlun Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluendurskoðun fyrir árin 2009-2011 er greint frá því að stofnunin muni á næstu misserum sérstaklega beina athygli sinni að þeim vandamálum sem íslensk stjórnvöld og ríkisstofnanir standa frammi fyrir eftir hrun innlends fjármálakerfis haustið 2008, þ.e. minnkandi ríkistekjum og áætluðum samdrætti í opinberum rekstri.  Að auki er þess getið að lögð verði aukin áhersla á samtímaeftirlit og leitað leiða til að auka sparnað í rekstri ríkisins og stofnana þess.

Opinber innkaup. Áfangaskýrsla 1. Innkaupastefna ráðuneyta (pdf)

Mynd með færslu