Framkvæmd fjárlaga 2009. Janúar til ágúst.

27.10.2009

Ríkisendurskoðun hefur m.a. það hlutverk lögum samkvæmt að annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga og vera þingnefndum til aðstoðar við störf er varða fjárhagsmálefni ríkisins. Stofnunin hefur um árabil gefið út eina eða fleiri skýrslur árlega um þetta eftirlit. Í ljósi þeirra áhrifa sem efnahagssamdráttur hefur haft á fjármál ríkisins að undanförnu hefur verið ákveðið auka eftirlit stofnunarinnar með framkvæmd fjárlaga innan hvers árs. 

Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir framkvæmd fjárlaga og stöðu ríkisfjármála á tímabilinu janúar til ágúst 2009, þótt einstaka ályktanir séu dregnar á grundvelli nýrri upplýsinga.

Framkvæmd fjárlaga 2009. Janúar til ágúst. (pdf)

Mynd með færslu