Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

23.05.2008

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (LRS) varð til 1. janúar 2007 þegar lög- og tollgæsluhluti Sýslumannsins í Keflavík sameinaðist embætti Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli. Um leið var hið nýja embætti sett undir dómsmálaráðuneytið eins og önnur lögreglustjóra- og sýslumannsembætti í landinu en Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hafði heyrt undir utanríkisráðuneytið. Meginmarkmið sameiningarinnar var að efla lög- og tollgæslu á Suðurnesjum og átti að nýta fjárhagslegt hagræði til þess. Var þá fyrst og fremst litið til þess að flýta rannsókn sakamála og auka sýnileika löggæslu.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (pdf)

Mynd með færslu