Keflavíkurflugvöllur. Vatnstjón

14.02.2008

Með bréfi dags. 23. nóvember 2006 fór utanríkisráðuneytið þess á leit að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á umsýslu ráðuneytisins, stofnana þess og annarra aðila sem komu að eftirliti og umsjón með byggingum á varnarsvæðinu á Miðnesheiði. Þess var sérstaklega óskað að úttektin beindist að stjórnsýslu þessara aðila sem varðað gæti þá atburði þegar vatnsskemmdir urðu á tilteknum byggingum á tímabilinu frá 1. október til 23. nóvember 2006 og uppgötvuðust hinn 19. nóvember sama ár og að reynt yrði að upplýsa hvort mistök eða athugunarleysi hafi með einhverjum hætti stuðlað að umræddu tjóni eða hvort skýringanna sé að leita til atvika sem ekki varð við ráðið. Þá óskaði ráðuneytið eftir því í tilvitnuðu bréfi sínu að sérstakar aðstæður varðandi málið allt verði hafðar til hliðsjónar, m.a. að yfirtaka ráðuneytisins á svæðinu bar brátt að og að stofnað hefur verið Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. sem ætlað er að leiða þróun og umbreytingu varnarsvæðisins o.fl.

Keflavíkurflugvöllur. Vatnstjón (pdf)

Mynd með færslu