Hæfi Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra og fv. utanríkisráðherra, til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins

14.06.2005

Á fundi fjárlaganefndar hinn 28. apríl s.l., þar sem var fjallað um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum til kjölfestufjárfesta, benti einn nefndarmanna m.a. á að samkvæmt upplýsingum hans væri Hesteyri hf., sem var einn stærsti hluthafinn í Keri hf., að hálfu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og að hálfu í eigu Skinneyjar-Þinganess hf. Af þessu tilefni var m.a. spurt hvort Ríkisendurskoðun hefði talið ástæðu til þess að huga sérstaklega að hæfi Halldórs Ásgrímssonar vegna aðkomu hans að söluferlinu sökum tengsla hans og venslafólks hans við síðastgreint fyrirtæki.

Hæfi Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra og fv. utanríkisráðherra, til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins (pdf)

Mynd með færslu