Háskóli. Íslands. Stjórnsýsluúttekt

20.04.2005

Fyrir um ári óskaði menntamálaráðherra eftir því við Ríkisendurskoðun að stofnunin gerði stjórnsýslu- og fjárhagsúttekt á Háskóla Íslands. Í bréfi ráðuneytisins frá 12. febrúar 2004 kemur fram að ástæðan fyrir beiðninni sé að á undanförnum árum hafi átt sér stað mikil uppbygging háskólastarfsemi í landinu. Æ fleiri leiti sér háskólamenntunar og námsframboð hafi aukist og orðið mun fjölþættara en áður. Fjárframlög úr ríkissjóði til rannsóknar- og kennslustofnana á háskólastigi hafi farið hækkandi í takt við hlutfallslega fjölgun nemenda og jafnvel umfram það. Þrátt fyrir þetta sé nú svo komið að Háskóli Íslands telji fjárhagsstöðu sína óviðunandi og að þrengt hafi að skólanum í fjárhagslegu tilliti á síðustu árum.

Háskóli. Íslands. Stjórnsýsluúttekt (pdf)

Mynd með færslu