Launaþróun starfsmanna nokkurra heilbrigðisstofnana 2000-2002

02.03.2004

Í bréfi dagsettu 21. febrúar 2003 fór heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún legði mat á starfsmannahald, framkvæmd kjarasamninga og skipulag nokkurra heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.

Ástæðan fyrir því að ráðuneytið óskaði eftir þessu mati er sú að launakostnaður sjúkrastofnana hefur um nokkurt árabil hækkað umtalsvert meira en áætlanir kveða á um. Þetta er meginorsök þess að kostnaður við rekstur þessara stofnana hefur farið fram úr áætlunum.

Launaþróun starfsmanna nokkurra heilbrigðisstofnana 2000-2002 (pdf)

Mynd með færslu