Náðist árangur? Úttekt á árangursstjórnun í ríkisrekstri

04.07.2003

Sú aðferðafræði sem nefnd er árangursstjórnun tengist viðamiklum endurbótum á opinberri stjórnsýslu víða um heim undanfarna áratugi. Hér á landi má rekja upphaf hennar til fjármálaráðuneytisins sem birti árið 1993 bækling undir nafninu „Umbætur og nýskipan í ríkisrekstri” og var honum ætlað að skýra stefnu ríkisstjórnarinnar í ríkisrekstri. Í formála segir að kjarni þeirrar stefnu sé að „dreifa valdi, auka ábyrgð og flytja ákvarðanir sem næst vettvangi og ná með því hagkvæmari rekstri og betri þjónustu”. Í framhaldi var m.a. gerð tilraun með svonefnda samningsstjórnun og síðar verkefnavísa.

Náðist árangur? Úttekt á árangursstjórnun í ríkisrekstri (pdf)

Mynd með færslu